Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,2% á milli mánaða og stendur hún nú í 111,6 stigum og hefur hækkað um 107% síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun kemur fram að verð á innlendu byggingarefni lækkað um 1,3% á milli mánaða. Verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5% á sama tíma.