*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 27. mars 2015 09:44

Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 2,0% í febrúar

Vísitala framleiðsluverðs fyrir stóriðju lækkaði um 4,2% í febrúar, en hefur hækkað um 22,0% á síðustu 12 mánuðum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Vísitala framleiðsluverðs í febrúar 2015 var 219,0 stig og lækkaði um 2,0% frá janúar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um 1,9% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 4,2%. Vísitalan fyrir matvæli lækkaði um 0,5% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 0,9%.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,2% milli mánaða og vísitala fyrir útfluttar afurðir lækkaði um 2,8%.

Miðað við febrúar 2014 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,1% og verðvísitala sjávarafurða hækkað um 13,2%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 22,0% og matvælaverð hefur hækkað um 0,4%.