:Vísitala framleiðsluverðs í Bandaríkjunum hefur ekki verið hærri í 32 ár, en hærra eldsneytisverð og bifreiðaverð spila þar inn í, segir í frétt Dow Jones.

Vísitalan hækkaði um 2% í nóvember á milli mánaða, en hún mældist síðast hærri í nóvember 1974. Vísitalan lækkaði um 1,6% í október.

Ef matvara og orkuverð eru undanskilin hækkaði vísitalan um 1,3%, sem er það hæsta síðan í júlí 1980. Greiningaraðilar höfðu spáð að vísitalan myndi hækka um 0,7%.