Breska hlutabréfavísitalan FTSE 100 hefur ekki verið hærri í tólf mánuði, en hún stendur nú í rúmum 6.759 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um tæp 5% frá því að hún náði sögulegu hámarki snemma í apríl 2015. Í gær kynnti Englandsbanki nýju vaxtastefnu sína og í kjölfarið hefur vísitalan hækkað um 2%.

Fjárfestar í Bretlandi hafa verið nokkuð varkárir á árinu, enda hafa markaðir einkennst af mikilli óvissu. Úrslit kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu hafa vakið sérstakar áhyggjur. Aðgerðir Englandsbanka hafa þó gefið fjárfestum örlitla von.