Svo virðist sem lítill einhugur hafi verið á mörkðum í Evrópu í morgun degi fyrir hinn stefnumarkandi fund forystumanna evrulandanna þar sem reiknað er með að áætlun um lausn á skuldavanda evruríkja verði lögð fram sem vonast er til að muni lægja öldur á mörkuðum. CAC-vísitalan í París féll um 0,2% og Euronext 100 um 0,6% en hlutabréfavísitölurnar í London og Frankfurt hækkuðu aftur á móti 0,1-0,2% skömmu eftir opnun.