Vænting, dótturfélag Vogunar hf., er stærsti hluthafi í Nýherja eftir fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu. Vænting heldur utan um 20% hlut en átti fyrir 25,9%. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar.

Vogun er í eigu Hvals hf., sem er að stærstum hluta í eigu félags Kristjáns Loftssonar.

Lífeyrissjóðirnir Stafir og lífeyrissjóður verzlunarmanna halda um 9,7% og 9,4% hlut eftir endurskipulagningu. Þeir bæta við sig um það bil fjögurra prósentustiga hlut.

Tuttugu stærstu hluthafar Nýherja halda utan um 89,1% hlutafjár í félaginu.