Breski fjarskiptarisinn Vodafone undirbýr nú að segja upp um 5-600 manns í Bretlandi í því skyni að ná niður rekstrarkostnaði félagins en uppsagnirnar eru hluti af endurskipulagningu félagsins.

Breska blaðið The Independent greinir frá þessu í dag en um 10 þúsund manns starfa hjá Vodafone í Bretlandi.

Í frétt Independent kemur fram að tekjur félagsins hafi minnkað töluvert undanfarið og viðskiptavinum farið fækkandi. Félagið hagnaðist þó um tæpa 10,5 milljarða Sterlingspunda á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem þó má að mestu leyti rekja til hækkandi gengis pundsins gagnvar evru og dollar.

Samkvæmt frétt Independent hefur félagið sett sér það markmið að ná rekstrarkostnaði niður um 1 milljarð punda í byrjun árs 2011.