Norska lágfargjaldaflugfélagið Norwegian vonast eftir því að ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX vélanna áður en árið er liðið. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Norwegian er eitt af þeim flugfélögum í heiminum sem kyrrsetningin hefur komið illa við. Þegar vélarnar voru kyrrsettar í mars síðastliðnum hafði það tekið 18 MAX vélar í notkun og hefur auk þess lagt inn pantanir fyrir 92 vélum til viðbótar.

Í viðtali við hlaðvarp markaðsviðskipta DNB bankans sagði Geir Karlsen, starfandi forstjóri Norwegian að samtal við Boeing hafi verið að eiga sér stað frá því síðasta sumar og það væri von stjórnenda Norwegian að niðurstaða muni liggja fyrir áður en árið er liðið.

„Þetta snýst um bætur en einnig um nýja áætlun um afhendingu flugvéla þar sem Boeing getur augljóslega ekki afhent vélar á þeim tíma sem lagt var upp með í samningum. Þetta er stór áskorun fyrir Boeing en á sama viljum við ná sem allra bestri útkomu fyrir okkar félag,“ sagði Karlssen