Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 2,1 milljarð króna í ágúst, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands .

Útflutningur, reiknaður á fob verðmæti, var 47,3 milljarðar króna og innflutningur var 49,4 milljarðar króna.

Athygli er vakin á því að áætlun um eldsneytiskaup íslenskra flutningsfara erlendis er nú meðtalin í bráðabirgðatölum.