*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 7. ágúst 2019 12:02

Vöruviðskipti voru óhagstæð um 18,6 milljarða

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí 2019 nam fob verðmæti vöruútflutnings 51,6 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí 2019 nam fob verðmæti vöruútflutnings 51,6 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 70,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. 

„Vöruviðskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 18,6 milljarða króna. Í júlí 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,5 milljarða króna á gengi hvors árs. Án skipa og flugvéla var vöruviðskiptajöfnuður óhagstæður um 18,2 milljarða króna í júlí 2019 en hann var óhagstæður um 20,6 milljarða í sama mánuði árið áður," segir í fréttinni.

„Í júlí 2019 var verðmæti vöruútflutnings 1,1 milljarði króna hærri en í júlí 2018, eða 2,2% á gengi hvors árs. Mest var breytingin í viðskiptum með sjávarafurðir. Verðmæti vöruinnflutnings í júlí 2019 var 1,2 milljörðum króna hærri en í júlí 2018 eða 1,8% á gengi hvors árs. Mesta aukning á innflutningi milli ára var á fjárfestingavörum (þó ekki flutningatækjum) en á móti kom lækkun á eldsneyti og smurolíu."

Stikkorð: Hagstofa Íslands