Hús Verslunarinnar
Hús Verslunarinnar
© None (None)

Skrifstofa VR gefur ekki upp laun æðstu stjórnenda VR. VB.is leitaði upplýsinga um laun Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns, Stefáns Sveinbjörnssonar framkvæmdastjóra félagsins og forstöðumanna þriggja sviða hjá félaginu.

„VR hefur ekki heimild til að gefa ekki upp laun einstakra starfsmanna,  ég get því ekki orðið við neðangreindri beiðni,“ segir í skriflegu svari Stefáns Sveinbjörnssonar við fyrirspurn VB.is. Ástæða fyrirspurnarinnar var sú að VB.is hefur heimildir fyrir því að laun og hlunnindi nokkurra yfirmanna séu um og yfir ein milljón króna. Því spurði VB út í laun þessara aðila, bæði föst laun og heildarlaun.

Mismunun þrífst i launaleynd
Í grein sem Lára V. Júlíusdóttir skrifaði í VR blaðið í júní árið 2010 er fjallað um launaleynd. Þar segir að með launaleynd komi atvinnurekendur sér hjá því að starfsmenn beri saman laun sín innan fyrirtækis. „Í skjóli leyndarinnar getur þrifist launamunur, sem oft verður stórfelldur. Lengi vel var megintilgangur launaleyndar sá að fela launamun kalra og kvenna en einnig almennt á milli einstaklinga. Við hrun bankanna mun meðal annars hafa komiið í ljós verulegur launamunur einstaklinga innan sömu deilda, einstaklinga sem unnu algerlega sambærileg störf,“ segir meðal annars í grein Láru.