Bandaríski smásölurisinn Wal-Mart, sem hefur hingað til einblínt á vöxt á erlendum mörkuðum á sama tíma og dregið hefur úr vexti fyrirtækisins á innanlandsmarkaði, hyggst nú ráðast í yfirtöku í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í 25 ár, að því er fram kemur í frétt Financial Times.

Wal Mart, sem er stærsta smásölufyrirtækið í heiminum, vill ráða til sín framkvæmdastjóra sem myndi rannsaka hvaða afleiðingar slík yfirtaka myndi hafa fyrir heildarverðbréfaeign félagsins.