Hlutabréf á Wall Street hafa hækkað það sem af er september, þangað til í dag þegar helstu vísitölur lækkuðu um rúmlega 1%.

Hækkunin undanfarna daga vegur þó ekki  upp á móti lækkuninni sem verið hefur frá byrjun ágúst.  Eftir góðar framleiðnitölur í síðustu viku komu í dag vondar fréttir af evrópskum bönkum og spár um að atvinnuleysi í Bandaríkjunum fari yfir 10% á næstu mánuðum.

Hlutabréf á Wall Street féllu þegar fram komu áhyggjur að evrópskir bankar væru með meira af áhættulánum til skuldugra evrópskra ríkja í bókum sínum.