Meira en milljón Bandaríkjamenn munu missa atvinnuleysisbætur eftir að atvinnuleysistryggingaúrræði þar í landi rann úr gildi í gær. Þinginu tókst ekki að ná samkomulagi um að framlengja þetta úrræði áður en fulltrúadeildin fór í vetrarfrí. George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti umrædda aðgerðaráætlun í byrjun árs 2008, þegar kreppan var um það bil að hefjast.

Talsmenn núverandi forseta segja að þessar bætur hafi komið í veg fyrir að milljónir bandarískra fjölskyldna hafi lifað í fátækt. Margir Repúblikanar segja hins vegar að þessi aðstoð sé allt of dýr.

Einungis um tveir mánuðir eru síðan deilur um fjárlög bandaríska ríkisins leiddu til þess að starfsemi ríkisins var lokað að hluta.