Yfirskattanefnd og fjármála­ ráðuneytið fá ákúrur í skýrslu nefndar um stjórnsýslu skattamála og er gagnrýnin á Yfirskattanefnd öllu harðari. Er nefnd­in snupruð fyrir langan afgreiðslu­tíma og fyrir að birta ekki nægilega marga úrskurði sína opinberlega, eins og nefndinni ber lögum sam­kvæmt.

Innsýn ráðuneytisins í þróun reglna á skattasviðinu og samspil lægra settra stjórnvalda og kæru­ stigs er sagt í besta falli gloppótt og ráðuneytið ekki sagt tryggja nægi­ lega vel lögmæti, réttmæti og sam­ræmi stjórnsýslunnar. Er það m.a. sagt stafa af því að ráðuneytið hef­ur haft takmarkaðan aðgang að úr­skurðum Yfirskattanefndar.

Telja skýrsluhöfundar þetta valda þríþættum vanda. Í fyrsta lagi fái ráðuneytið ekki nægar upplýsingar til að geta metið hvort samræma þurfi framkvæmd skattamála. Í öðru lagi snerti þetta eftirlitshlutverk ráðuneytisins með stjórnsýslunni og í þriðja lagi frumkvæði þess að breytingum á lögum og reglum.

Þá liggur einnig fyrir að ráðu­neytið hefur ekki kallað eftir öll­um þeim skýrslum og upplýsingum, sem lögboðið er að önnur stjórnvöld gefi um starfsemi sína þrátt fyrir að mikill misbrestur hafi verið á að þær hafi verið sendar ráðuneytinu. Nefndin er því þeirrar skoðunar að það skorti á að ráðuneytið hafi sinnt því hlutverki að tryggja að stjórn­sýslan sé lögmæt, réttmæt og samræmd auk þess sem það veldur vafa hvort það hafi almennt nægar upp­ lýsingar til að bregðast við breytt­ um aðstæðum á þessu sviði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .