Gert er ráð fyrir þýska hagkerfið, sem er stærsta hagkerfi Evrópu, muni dragast saman um 2,25% á þessu ári sem er mesti samdráttur á einu frá lokum Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þetta kemur fram í nýrri efnahagsspá þýska efnahagsráðuneytisins en áður hafði verið gert ráð fyrir 0,2% samdrætti á þessu ári samkvæmt spá ráðuneytisins frá því í október.

Rétt er að hafa í huga að þýska hagkerfið telur um 1/3 af hagkerfi evrusvæðisins.

Michael Glos, efnahagsmálaráðherra Þýskalands sagðist vera vonsvikinn yfir því að þurfa að gefa út slíka spá því ekki hafði verið gert ráð fyrir svo miklum samdrætti.

Þá kom fram í máli Glos að útflutningur, sem vegur mjög þungt í hagkerfi landsins, myndi dragast saman um tæp 9% á árinu.

Þá er gert ráð fyrir því að meðalatvinnuleysi á árinu verði um 8,4% á árinu, en atvinnuleysi var að meðaltali um 7,8% á árinu 2008.

Samkvæmt tölum þýsku hagstofunnar óx hagkerfið um 1,3% á síðasta ári sem er helmingi minna en árið 2007.