Þýsk yfirvöld hafa hrint af stað áætlun sem miðar að því að koma einni milljón rafmagnsbíla út í umferðina fyrir árið 2020. Um leið er þróun rafgeyma sett í forgang í viðleitni Þýskalands að ná markaðsforystu þessu sviði.

Associated Press greinir frá þessu í dag og segir að þetta veki upp gagnrýni efasemdarmanna þar sem fjármögnun verkefnisins sé varpað yfir á næstu ríkisstjórn.

Haft er eftir Karl-Theodor zu Guttenberg fjármálaráðherra að 115 milljónir evra verði settar í að skoða hvernig kynning á rafmagnsbílum verði best framkvæmd á 8 tilraunasvæðum í landinu. Þá verði einnig varið 170 milljónum evra í rannsóknir á rafgeymum.

„Það er mikilvægt að í kjölfar þess að vonandi muni draga úr olíuinnflutningi að við verðum ekki um leið háð innflutningi á rafgeymum,” sagði Guttenberg.

Áætlunin gerir ráð fyrir að markaðssetning rafmagnsbíla hefjist árið 2012. Ekkert er þó getið um hverjir muni verða líklegir kaupendur þessara bíla. Guttenberg segir að aðeins að markaðskynningin verði skoðuð nánar en fjármögnun verkefnisins verði mál næstu ríkisstjórnar.