Hrafnarnir sjá að Ölgerðin græðir meðan bjórinn flæðir. Nú er svo að gengi bréfa Ölgerðarinnar hefur hækkað um 40% frá því að félagið var skráð á markað. Meðal þeirra sem seldu hlut þegar Ölgerðin var skráð í fyrra voru þeir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, og Októ Einarsson, stjórnarformaður en þeir áttu saman 16% hlut í félaginu í aðdraganda skráningar.

Hrafnarnir velta fyrir sér hvort Andri og Októ ættu ekki að leita sér ráðgjafar hjá þingmönnunum Birni Leví Gunnarssyni og Helgu Völu Helgadóttir og þeim sem var tíðrætt um hversu mikið ríkið var hlunnfarið þegar hlutur þess í Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í fyrra.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.