Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að Ísland verði laust við olíu og bensín árið 2040 og jafnframt því orðið kolefnishlutlaust. Metnaðarfullt markmið sem krefst þátttöku og samstillingar margra aðila og stuðlar að því að markmið um loftslagsmál náist. Sýnin og markmiðið er skýrt en það er ekki nóg, aðilar þurfa að fylkja sér að baki þeirri leið sem á að fara og ryðja þarf hindrunum úr vegi. Þetta er umbreyting sem gerist ekki í einni svipan og á meðan á yfirfærslunni stendur þarf að að veita áfram þjónustu með jarðefnaeldsneyti en á sama tíma undirbúa nýjan orkuveruleika. Gildir þetta bæði um einkabílinn og ökutæki í atvinnurekstri. Það er áhugavert að taka þátt í þessu umbreytingaferli með hag viðskiptavina að leiðarljósi.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði