Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd víða fyrir ráða Hörpu Þórisdóttir sem þjóðminjavörð án auglýsingar. Hrafnanir eru áhugasamir um nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og fylgdust því með aðdáun þegar Lilji útskýrði í kvöldfréttunum að við þetta væri ekkert að athuga og hún hafi mátt gera þetta því að maneskjan sem var ráðinn í starfið væri bara svo frábær! Þarna er áhugavert fordæmi sett.

En víða er sótt að Lilju. Breki Karlsson hefur kvartað yfir að Lilja hafi skipað Svanhildi Hólm en ekki sig í einhvern starfshóp um samkeppni og neytendamál. Allir sem þekkja hellisbúakenningu Platós vita að Breki er frummyndin af íslenska neytandanum og ætti því að eðlilega að fá sæti í starfshópnum um fram aðra sem vita fátt um hvað er að vera neytendi. Aðrir í starfshópnum eru Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vest-manna-eyja. Hrafnarnir fagna að fulltrú Vestmannaeyja sé hópnum enda vita allir að þaðan kemur eingöngu sérstakt kunnáttufólk þegar kemur að samkeppnismálum.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 1. september 2022.