Ríkisskattstjóri hefur skorað á 1.165 félög að skrá raunverulega eigendur á næstu tveimur vikum.Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu í gær. Áskorun ríkisskattstjóra er undanfari þess að honum verði veitt heimild til að krefjast skipta á aðilanum fyrir héraðsdómi, samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda.

Ýmissa grasa kennir á listanum. Þannig verða raunverulegir eigendur Stofnunar Evu Joly að gefa sig fram á næstu vikum ef ekki á illa að fara. Þá verða meðlimir í Landssamtökum atvinnulausra að finna sér eitthvað annað að gera en að reka landssamtökin geti þeir ekki gert grein fyrir sér gagnvart Skattinum á næstu dögum. Ljóst er að allt utanumhald um líf stuðningsmanna frjálsra ástar á Miðnesheiði stefnir í uppnám en Hjóna- og paraklúbbur Sandgerðis er eitt þeirra félaga sem Skatturinn hótar um þessar mundir.