Mörgum finnst notalegt að liggja við sundlaugarbakkann í kyrrð og ró á meðan aðrir þurfa alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hér eru fimm hugmyndir sem þú getur nýtt þér til að láta þér leiðast á bakkanum.

Lesa góða bók

Fyrir lestrarhestana þarna úti er tilvalið að lesa bók við sundlaugarbakkann og gleyma sér í heimi bókarinnar.

Hlusta á hlaðvarp

Það er til fjöldinn allur af fjölbreyttum og ólíkum hlaðvarpsþáttum. Finndu þér hlaðvarp sem kveikir áhuga þinn, hallaðu þér aftur og njóttu.

Spil geta stytt fólki stundir við sundlaugarbakkann.
Spil geta stytt fólki stundir við sundlaugarbakkann.

Spila

Sumir geta hreinlega ekki legið kyrrir lengur en í tvær sekúndur. Fyrir þau er sniðugt að grípa í spilastokkinn, finna sér félaga og byrja að spila. Nú eða leggja kapal ef það vill enginn spila við þig.

Hlusta á tónlist

Tónlist kemur í allskonar útgáfum. Það getur verið gott að halda í róna við sundlaugarbakkann og hlusta á rólega tónlist fram eftir degi. En svo þegar líða tekur á kvöldið má aðeins fara að keyra stuðið í gang.

Orðaleikir

Hver er maðurinn og Frúin í Hamborg eru klassískir leikir sem getur verið gaman að spila við sundlaugarbakkann.