Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir að umtalsefni það sem hann segir fyrsta Íslendinginn til að missa heimili sitt vegna skuldavandræða á færslu á Facebook. Um var að ræða landnámsmann sem hét Steinbjörn Körtur og bjó á á Hofi í Vopnafirði.

„Sagt er að hann hafi verið „eyðslumaður mikill í búinu“. Hann sló ítrekað lán hjá nágranna sínum til þess að fleyta sér áfram. Loks kom að skuldadögum og hann varð að gefa eftir Hofslönd sem greiðslu og flytja burt. Sagan af Steinbirni sýnir svart á hvítu– hve sterkum fótum lánaviðskipti stóðu að fornu. Þá var venja að taka 10% vexti. Raunar - er vart hægt að skilja Þjóðveldistímann né Íslendingasögurnar nema að taka peningalán með í reikninginn,“ segir seðlabankastjóri sem rekur enn fremur hvernig það kom til að Steinbjörn tapaði heimili sínu.

Ásgeir segir ljóst að landnámið þar sem einstakir menn, eða flokkar, náðu eignarhaldi á stórum landsvæðum hafi haft gríðarleg áhrif á dreifingu eigna og skulda á Íslandi og hugsanlega viðskiptajöfnuð þjóðarinnar.

„Landnámsættirnar bæði seldu og leigðu frá sér sneiðar af landi sínu – og lifðu líklega hátt. Það kann að skýra þann mikla viðskiptahalla sem einkenndi þjóðveldið – er varð að lokum til þess að allt silfrið rann úr landi innan nokkurra kynslóða – sem greiðsla fyrir innfluttar vörur,“ bendir Ásgeir á.

Fyrsti Íslendingurinn sem missti heimilið vegna skuldavandræða hét Steinbjörn Körtur. Hann var landnámsmaður – bjó á...

Posted by Ásgeir Jónsson on Sunday, 9 May 2021