Hinn frægi bílaframleiðandi Delorean hefur verið endurvakinn í Bandaríkjunum. DeLorean hefur birt myndir af nýjum bíl sem nefnist Alpha5. Bíllinn verður frumsýndur í ágúst. Minnir hann nokkuð á nafn sinn DMC-12.

Bílinn er rafdrifinn með allt að 480 km drægni og 100kW rafhlöðu. Hámarkshraðinn er 240 km og hröðunin 3,4 sekúndur í hundraðið.

Ótrúleg saga forverans

Sport­bíll­inn DeL­or­e­an DMC-12 er þekktur í bílasögunni, ekki síst vegna þess að hann var einn aðalleikarinn í Back to the Future myndunum - eða Aftur til framtíðar.

Stofnandi og aðaleigandi DeLorean og hönnuður bíls­ins var John DeL­or­e­an. Hann var verkfræðingur að menn, hóf störf hjá Packard árið 1953 en færði sig þremur árum seinna til General Motors. Hann var vel metinn í bandaríska bílaheiminum. Hann stýrði stýrði til dæmis hönnun og þróun Pontiac GTO.

John DeLorean á sólbjörtum degi.
John DeLorean á sólbjörtum degi.

John stofnaði DeLorean Motor Company (DMC) árið 1973. Fyrsti og eini bíll fyrirtækisins, DMC-12, kom af færibandinu 21. janúar 1981 en framleiðslan stóð aðeins til desember 1982. Framleidd voru um 8.975 eintök af bílnum en miklir erfiðleikar voru frá fyrsta degi við framleiðsluna.

Fékk gríðarlega styrki frá ríkisstjórn Verkamannaflokksins

Verksmiðja AMC var í úthverfi Belfast á Írlandi þrátt fyrir að aðalmarkaður DeLorean átti að vera í Bandaríkjunum. Ástæðan voru gríðarlegir styrkir frá breska ríkinu en þegar þeir voru veittir var ríkisstjórn Verkamannaflokksins við völd.

Ástæðan var sú að mikið atvinnuleysi var á svæðinu en 2.600 starfsmenn störfuðu í verksmiðjunni þegar mest lét. Miklar væntingar voru um að verksmiðjan myndi bæta ástandið á svæðinu en þær vonir brugðust algjörlega.

Síðar sögðu stjórnvöld að stjórnendur DMC, þó helst John DeLoren, hafa blekkt sig til að veita styrkina. Samtals námu þeir 77 milljónum punda, eða 12,5 milljörðum króna á núverandi gengi.

Bandarískt efnahagslíf átti mjög erfitt upp úr 1980 og bílasala var dræm. John þarfnaðist lausafjár í reksturinn og brá á það ráð að þvætta peninga fyrir eiturlyfjabaróna á Miami í Bandaríkjunum. Hann var leiddur í gildru af alríkislögreglunni en sýknaður af ákæru þar sem lögreglan beitti ólöglegum aðferðum við handtökuna.

John lést árið 2005 úr hjartaslag, þá 80 ára að aldri.