Ford Bronco er Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum.

Þessi skemmtilega skammstöfun, G.O.A.T., stendur á ensku fyrir „Goes Over All Terrain“, sem þýða mætti á íslensku sem „Kemst yfir hvers kyns torfærur“. Ford Bronco-bílarnir eru almennt búnir mörgum mismunandi G.O.A.T akstursstillingum og útfærslurnar sem eru í boði núna, Wildtrak og Raptor, eru með sex til sjö stillingar sem nánar er hægt að lesa um á vef Ford á Íslandi.

Öflugt H.O.S.S. fjöðrunarkerfi

H.O.S.S. skammtstöfunin stendur á ensku fyrir „Highspeed Off-road Suspension System“, sem þýða mætti á íslensku sem „Fjöðrunarkerfi fyrir hraðakstur í erfiðum aðstæðum“. Líkt og með G.O.A.T. akstursstillingarnar er mismunandi útgáfa af fjöðrunarkerfinu í hverri útfærslu af bílnum og lesa má nánar um fjöðrunina í Ford Bronco Wildtrak og Ford Bronco Raptor á vef Ford á Íslandi.

Það skiptir auðvitað miklu máli að hafa sem besta stjórn á bílnum í torfærum og erfiðum aðstæðum og þar koma rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi í Ford Bronco sterkar inn. Þær gera það að verkum að bæði hjólin á sama öxli snúast á sama hraða og dreifa aflinu jafnt til að gera aksturinn auðveldari.

Ford Bronco Everglades, Raptor og Wildtrak. Bronco Raptor er hálfgerður stóri bróðir Wildtrak því hann er stærri og breiðari.
Ford Bronco Everglades, Raptor og Wildtrak. Bronco Raptor er hálfgerður stóri bróðir Wildtrak því hann er stærri og breiðari.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaðinu, fylgiriti Viðskiptablaðsins.