Söngkonan Mariah Carey hefur sett hús sitt í Atlanta til sölu á 6,5 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 910 milljónum króna. Húsið er 1170 fermetrar að stærð og stendur á rúmlega 16 þúsund fermetra lóð.

Húsið er staðsett í úthverfum Sandy Springs, rétt fyrir utan Buckhead hverfið í Atlanta. Samkvæmt Wall Street Journal keypti Carey eignina á 5,65 milljónir dala undir lok árs 2021.

Húsið var byggt á tíunda áratugnum og er í nýlendustíl. Í húsinu má meðal annars finna níu svefnherbergi, þrettán baðherbergi, heimabíó, líkamsrækt, bókasafn og hljóðver. Á lóðinni má jafnframt finna sundlaug, tennisvelli, bílskúr sem rúmar þrjá bíla og skemmtiskála.

Samkvæmt Shanna Bradley, fasteignasalanum sem sér um sölu á eigninni, bjó Carey í húsinu í faraldrinum. Söngkonan vilji hins vegar fara aftur heim til New York þar sem hún ólst upp.

Húsið er 1170 fermetrar að stærð og stendur á rúmlega 16 þúsund fermetra lóð.
© Aðsend mynd (AÐSEND)