Mercedes-Benz tilkynnti í gærkvöldi á samfélagsmiðlum að fyrirtækið hefði selt 1955 árgerðina af 300 SLR Uhlenhaut Coupe fyrir 142,9 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 18,2 milljarða króna.

Uppboðshúsið Sotheby´s sá um söluna og var bíllinn í eigu bílaframleiðandans. Kaupandinn hefur reynt í rúmt ár að fá bílinn keyptan. Andvirðið verður notað til að styrkja nemendur sem eru í námi sem tengist loftslagsbreytingum.

Bíllinn er dýrasti bíll sem seldur hefur verið á uppboði og dýrasti bíll í heimi - svo vitað sé.

Bíllinn er ein svokallaðra Silfurörva sem Mercedes framleiddi á þessum árum, sem götubíl og fyrir Formúlu 1 og í fleiri kappaksturskeppnir. Sambærilegur bíll sigraði Targa Florio kappaksturinn.

Hörmulegt slys í Le Mans kappakstrinum ári 1955 varð til þess að Mercedes hætti allri keppni í kappakstri í áratugi. Þeir sneru aftur árið 1994 í Formúlu 1, þá sem vélaframleiðandi og aðallega með McLaren liðnu. Mercedes hefur keppt undir eigin merkjum frá árinu 2010.

1955 árgerð af 300 SLR Uhlenhaut Coupe Mercedes-Benz.

1955 árgerð af 300 SLR Uhlenhaut Coupe Mercedes-Benz.