Írskir dagar á Akranesi

29.júní – 2.júlí

Írskir dagar er fjölskylduhátíð á Akranesi sem verður haldin fyrstu helgina í júlí. Gera má ráð fyrir fjölbreyttri dagskrá frá morgni til kvölds alla helgina.

Hápunktur hátíðarinnar er svo klárlega brekkusöngurinn á laugardagskvöldinu og sveitaballið lopapeysan sí beinu framhaldi.

Kótelettan á Selfossi

6. – 9.júlí

Aðra helgina í júlí verður grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan haldin á Selfossi. Á hátíðinni verður grillsýning, veltibíll og risastór tónlistarveisla.

Meðal þeirra sem koma fram eru Friðrik Dór, Stefán Hilmarsson, Aron Can, Skítamórall, Stuðlabandið og fullt, fullt af fleira tónlistarfólki.