Svana Huld Linnet hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka og tekur við af Þórarni Óla Ólafssyni sem mun taka við starfi vörustjóra á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka.

Svana Huld hefur gegnt starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans frá árinu 2019 en starfaði áður í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka um átta ára skeið. Svana hefur leitt mörg stór verkefni á fjármálamarkaði á undanförnum 10 árum s.s kaup og sölu fyrirtækja, skráningar félaga á markað og endurfjármögnun. Svana Huld hefur einnig starfað hjá Exista, Kauphöllinni og sem verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum.

Svana Huld er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Svana mun hefja störf hjá Arion banka á nýju ári.