Svava O´Brien og Kristinn Örn Valdimarsson hafa verið ráðin í störf viðskiptastjóra í fyrirtækjaviðskiptum hjá Verði tryggingum.

Svava er hagfræðingur að mennt. Árin 2012-2016 starfaði hún hjá Arion banka þar sem hún sinnti verkefnum á sviði nýsköpunar og vöruþróunar sem og hlutverki fyrirtækjaráðgjafa. Síðustu ár hefur Svava starfað hjá Dale Carnegie sem og hjá Fréttablaðinu í hlutverki viðskiptastjóra.

Kristinn er viðskiptafræðingur að mennt. Frá árinu 2012 hefur hann starfað hjá Símanum við ýmis þjónustutengd verkefni og nú síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði.