Hagvöxtur mældist 0,3% á evrusvæðinu á fjórða ársfjórðungi ársins 2013. Þetta er þrefalt meira en á fyrri ársfjórðungi þegar aðeins mældist 0,1% hagvöxtur. Þetta eru góðar fréttir fyrir forsvarsmenn ríkja sem aðild eiga að evrusvæðinu enda hefur hagvöxtur nú mælst þar þrjá ársfjórðunga í röð.

Til samanburðar mældist 0,4% hagvöxtur að meðaltali innan aðildarríkja Evrópusambandsins, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ( BBC ) um málið.