Haldið verður uppá 10 ára afmælið Þýsk-íslenska verslunarráðsins á morgun á Nordica Hotel frá kl 8.-9.30. Mun Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri ÞÍV og fyrrverandi íbúi í Freiburg fara stuttlega yfir sögu ráðsins.

Þá verða pallborðsumræður undir heitinu: "Þýskaland í dag , hvað er framundan?"

Pallborðið er undir stjórn Karls Blöndals, ritstjóra Morgunblaðsins- Berín og fyrrverandi íbúa í Hannover. Einnig taka þátt í því Ingimundur Sigfússon, fv sendiherra- Bonn og Berlín, Halldór Guðmundsson, rithöfundur-Bonn og víðar, Gunnar Már Sigurfinnsson, Icelandair- Frankfurt og
Páll Kr. Pálsson, Skyggni ágætt, formaður ÞÍV- Berlín.