Félagið IMM ehf. sem rekur vefsíðuna Einkamál.is skilaði 9,9 milljóna króna í hagnað árið 2012.

Reksturinn var seldur til þeirra Engilberts Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra D3 miðla, og Magnúsar Guðmanns Jónssonar, fjármálastjóra Senu á árinu 2011 en var áður í eigu Senu. Undirritaður kaupsamningur þess efnis í lok árs 2010 en kaupverðið var að fullu greitt á árinu 2011 eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í janúar. Stefnumótavefurinn Einkamál. is var seldur í viðskiptum upp á 45 milljónir en þar af var kaupverðið 14,7 milljónir. Þeir Engilbert og Magnús sitja í stjórn félagsins en Engilbert gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra.

Samkvæmt síðunni eru yfir 30 þúsund virkir notendur. Ef þessar upplýsingar eru réttar þá þýðir það að um tiundi hver Íslendingur er virkur notandi stefnumótavefsins. Tekjur IMM koma í gegnum gjald sem notendur Einkamál.is greiða fyrir notkun hans.