Eitt hundrað þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista sem krefst þess að forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Donald Trump, verði bannað að koma til Bretlands.

Undirskriftalistinn var stofnaður í tilefni þess að Trump lýsti því yfir að Bandaríkin ættu að banna öllum múslimum inngöngu til landsins „þar til embættismenn geta fundið út úr því hvað er að gerast.”

Athugasemdir Trump voru látnar falla í kjölfar skotárásar í San Bernardino í Kaliforníuríki þar sem róttækir íslamistar myrtu 14 manns í skotárás.

Að sögn talsmanna undirskriftalistans hefur Bretland þegar bannað mörgum inngöngu í landið fyrir hatursorðræðu. Þar eð nú þegar hafa svo margir skrifað undir listann verður hann líklega ræddur til hlítar á þingi.