141 mál bíður afgreiðslu á Alþingi. Þar af bíða 70 mál fyrstu umræðu og 65 mál eru í nefnd.

Á meðal þeirra mála sem bíða fyrstu umræðu eru frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk og einföldun á lagaumhverfihlutafélaga, frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á meðferð gjafsóknarmála, frumvarp um Þjóðminjastofnun og fjöldi þingmannamála.

Búvörusamningar, breytingar á lögum um ársreikninga, ný heildarlög um dómstóla, lækkun tryggingagjalds og fleiri stjórnarfrumvörp eru enn í nefnd. 48 mál hafa verið samþykkt á yfirstandandi löggjafarþingi. Þingi verður frestað 2. júní.