Þónokkur fyrirtæki sérhæfa sig í ferðum fyrir efnaða ferðamenn og eitt af þeim er HL Adventure, en HL stendur fyrir „High Level". Ferðaskrifstofan, sem var stofnuð um síðustu aldamót, skipuleggur aðallega ferðir um Ísland en einnig Grænland sem og Norður- og Suðurskautið. Fyrirtækið er í eigu Jóns Ólafs Magnússonar.

Jón Ólafur segir að kostnaður við ferðir af þessu tagi sé æði misjafn. Um síðustu áramót var hann með um 15 manna hóp í fimm daga ferð sem kostaði eina milljón evra eða ríflega 150 milljónir króna. Jón Ólafur segir að sá hópur hafi aðallega komið til að skoða norðurljósin og meðal annars gist eina nótt í tjaldi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Lögreglan haldlagði vefþjóna hjá Advania
  • Samfylkingin tilnefnir ekki fulltrúa í stjórn
  • Fengu fyrst veður af kærunni í fjölmiðlum
  • Atvinnulíf er óvíða eins bundið af leyfisveitingum og á Íslandi
  • Ísland er í hópi frjálsustu þjóða
  • Lækkandi olíuverð veldur titringi
  • Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er praktískur fræðimaður
  • 66°norður fékk 327 milljónir vegna gengistryggðs láns
  • Það er byr í seglum hjá Brimborg, segir Egill Jóhannsson forstjóri, sem er í viðtali
  • Týr skrifar um áfengislöggjöfina, Huginn og Muninn eru á sínum stað og Óðinn skrifar um fjármál stjórnmálaflokkana
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira