Alls bárust 19 tilboð í útboði í Vestfjarðaveg (60), frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði sem opnuð í gær. Lægsta tilboðið átti Heflun ehf., Lyngholti lægsta boð sem hljóðaði uppá rúmar 341 milljón króna.

Athygli vekur að 16 af 19 tilboðum voru undir kostnaðaráætlun en áætlaður verktakakostnaður var rúmar 580 milljónir króna. Mátti merkja svipaða tilhneigingu í síðasta útboði Vegagerðarinnar fyrir skömmu. Velta menn því fyrir sér hvort Vegagerðin sé farin að hækka kostnaðarmörkin verulega í sínum áætlunum, eða hvort þetta sé dæmi um vaxandi örvæntingu á verktakamarkaði.

Tilboð Heflunar 58,8% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Ísleifur Jónsson ehf. átti næst lægsta upp á tæpar 385 milljónir króna eða 66,3% af kostnaðaráætlun. Alls voru 11 tilboð undir 80% af kostnaðaráætlun.