Tæplega 1,4% fékkst upp í lýstar kröfur í félagið CDG ehf., sem áður hét Bygg Invest ehf, og var í eigu þeirra Gylfa Héðinssonar og Gunnars Þorlákssonar.

Gylfi og Gunnar eru jafnan kenndir við verktakafyrirtækið BYGG. Alls var lýst um 16,2 milljarða kröfum í félagið og greiddust 226 milljónir upp í samþykktar kröfur. Engum forgangskröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu frá 24. október. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl sl. Skiptastjóri var Helgi Jóhannesson hrl.

Áttu í Byr

Nafni félagsins var breytt úr Bygg Invest í CDG í maí 2009. Tap á rekstri félagsins það ár nam um 950 milljónum og var eigið fé félagsins neikvætt í lok árs 2009 um nærri 8,9 milljarða, samkvæmt ársreikningi þess árs. Skuldir í árslok 2009 voru um 9,5 milljarðar króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.