Hin árlega úttekt Deloitte á fjármálum knattspyrnuheimsins er komin út en hún sýnir að Manchester United trónir á toppnum í ensku knattspyrnunni líkt og undanfarin ár með heildartekjur upp á 20 milljarðar króna. Í öðru sæti í Englandi kemur Chelsea með um 17 milljarða króna. Rekstrarhagnaður liða í ensku úrvalsdeildinni nemur rúmum 17 milljörðum króna, sem er methagnaður frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Aðeins fjögur lið í úrvalsdeildinni skiluðu rekstrartapi, þrátt fyrir lækkandi sjónvarpstekjur almennt. Þessari lækkun tekna hafa menn mætt með aukningu tekna á leikdegi og niðurskurði, bæði hvað varðar laun og kaupverð leikmanna.

Auk þess að vera tekjuhæsta lið í heimi er Manchester United einnig það arðsamasta. Rekstrarhagnaður félagsins nam um 6 milljörðum á tímabilinu 2003/2004, sem er met. Sérfræðingar Deloitte telja ólíklegt að hagnaðurinn verði þetta mikill á nýafstöðnu tímabili og skýrist það af þrennu : nýr sjónvarpssamningur, vísbendingar í milliuppgjörum og síðast en ekki síst frammistöðu félagsins á knattspyrnuvellinum.