LS Retail er fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir hérlendis en það stafar aðallega af því að megnið af viðskiptum þeirra er erlendis. Fyrirtækið er með söluaðila víðsvegar um heiminn og salan því ekki bein til viðskiptavina frá þeim. „Til að ná út á svo breitt svið um allan heim er sniðugt að hafa ekki bein samskipti við viðskiptavini heldur finna söluaðila í hverju landi fyrir sig sem hannar svo lausnina. Þetta er gert því menningarlegir hlutir eru oft svo ólíkir sem og tungumálið. Söluaðilar búa til lausnina og laga hana að sínu landi og sínum fyrirtækjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, markaðsfulltrúi LS Retail.

Landsteinar og Strengur sameinuðust undir nafninu LS Retailárið 2007 og hefur fyrirtækið stækkað mikið frá þeim tíma. Þá störfuðu 23 hjá fyrirtækinu á Íslandi en nú starfa yfir 60 manns þar. Samkvæmt Magnúsi Norðdahl, forstjóra LS Retail, er hugbúnaður sem þeirra oft kallaður afgreiðslukerfishugbúnaður sem notaður er í tískuverslunum, matvöruverslunum, veitingastöðum, apótekum og í raun öllum stöðum þar sem sala og greiðsla fer fram.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undlir liðnum Tölublöð.