Það sem af er ársins hafa verið nýskráð 28.737 ökutæki miðað við 28.165 ökutæki á sama tíma á síðasta ári sem er 2,0 % aukning milli ára.

Þetta kemur fram í fréttabréfi skráningardeildar Umferðarstofu en þar er samantekt nýskráninga og eigendaskipta frá 1. janúar – 7. desember 2007 og fjöldi þeirra borin saman við árin á undan.

Það sem af er ársins hafa verið höfð eigendaskipti af 100.562 ökutækjum miðað við 93.635 ökutæki á sama tíma á síðasta ári sem er 7,4 % hækkun milli ára.