Tuttugu útgerðarfyrirtæki og fyrirtæki sem starfa að sölu- og markaðsmálum á sjávarafurðum gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að átta af tíu stærstu útgerðarfélögum landsins hafa fært uppgjörsmynt frá krónum yfir í evru eða Bandaríkjadal.

Af þessum 20 fyrirtækjum færa þrettán þeirra reikninga sína í evrum. Þetta gera þær til þess að endurspegla betur tekjur og skuldir félaganna sem eru að mestu leyti í erlendum myntum. Jafnframt hefur breyting á uppgjörsmynt haft jákvæð áhrif á eiginfjárstöðu fyrirtækjanna.