Kaupþing er fjölmennasta hlutafélag á Íslandi en það heldur aðalfund sinn á föstudaginn. Hluthafar Kaupþings voru 31.730 í lok árs 2006 og þar af er 6.141 hluthafi í Svíþjóð eða tæplega 20% hluthafa.

Hagnaður ársins 2006 nam 85,6 milljörðum króna og var hagnaður á hlut því 127,1 króna. Eigið fé bankans nam 324 milljónum króna í árslok 2006. Arðsemi eigin fjár var 42,4% á árinu 2006.

Kaupþing er skráð í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Gengi hluta í Kaupþingi var 776 í upphafi árs 2006 og í árslok var gengið 841. Gengi bankans hækkaði því um 12,7% á árinu. Markaðsvirði Kaupþings í árslok 2006 nam 623 milljörðum króna.

Lagt verður fyrir aðalfund að greiða 10.366 milljónir króna í arð og lætur því nærri að ríflega tveir milljarðar fari í arðgreiðslu til Svíþjóðar.