Um 20 stöðugildi hjá Flögu Group færast frá Íslandi og nær viðskiptavinum þeirra í Bandaríkjunum og Evrópu. Í Bandaríkjunum færast um 20 stöðugildi frá Buffalo N.Y. til Denver, Colarado. Í Evrópu munu skrifstofur þeirra í Amsterdam og Münich halda áfram að sinna tækniþjónustu og þjónustu við viðskiptavini. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst sem á að leiða til aukinnar skilvirkni og færa kostnað úr föstum kostnaði yfir í breytilegan. Þetta mun leiða til að um 20 stöðugildi á Íslandi verða lögð niður.

Í tilkynningu félagsins vegna 9 mánaða uppgjörs kemur fram að stjórn og yfirstjórnendur félagsins hafa ekki verið ánægðir með árangur félagsins sem hefur endurspeglast í viðbrögðum markaðarins með lækkandi virði hlutafjár. Því var tekin sú ákvörðun að endurskipuleggja félagið sem hófst á fyrri helmingi ársins, en er nú verið að kynna endanlega um leið og ráðist er í framkvæmd mun viðameiri breytinga. Þó svo að EBITDA framlegð nú hafi batnað miðað við fyrri ársfjórðunga telur félagið þörf á frekari breytingum til að tryggja langtíma arðsemi.

Nýtt skipulag Medcare er ætlað að flytja starfsemina nær viðskiptavinum félagsins, leiðir til umtalsverðrar lækkunar kostnaðar og fjölgar tækifærum til tækniþróunar var tilkynnt þann 19. október 2005. Þessi stefnubreyting félagsins hefur verið mörkuð til að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Höfuðstöðvar Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Höfuðstöðvar SleepTech verða áfram í Kinnelon, New Jersey, USA.

Eftir skipulagsbreytingar verða höfuðstöðvar Medcare í Denver, Colorado, USA og nýtt dótturfélag verður stofnað í Ottawa, Kanada. Skipulagsbreytingar miða að betri hagnýtingu auðlinda og meiri nálægð við viðskiptavini til að geta þjónustað þá betur, skilvirkari samskiptum innan fyrirtækisins, aukinni hagkvæmni og lækkun kostnaðar.

Skipulag Medcare mun færast frá því að byggja á svæðistengdri stjórnun þar sem deildir eru ábyrgar fyrir landssvæðum yfir í alþjóðlegt skipulag þar sem deildir verða ábyrgar fyrir starfsþáttum um allan heim. Þetta mun gera félaginu kleift að samnýta þekkingu okkar fyrir viðskiptavini okkar um allan heim.

Fjöldi stöðugilda fer úr um 120 stöðum í undir 100 stöður.

Nýtt skipulag verður að fullu virkt á seinni helmingi ársins 2006.

Þróun og hönnun vélbúnaðar verður áfram á Íslandi ásamt tækniþjónustu, sölu og fjármálum.

Kostnaður vegna skipulagsbreytinganna er áætlaður að skili sér á einu ári.