Gjaldþrotaskiptum er lokið á félaginu Hestafl ehf. Lýstar kröfur í búið námu 199 milljónum króna, en engar eignir fundust í búinu upp í kröfurnar. Hestafl var úrskurðað gjald- þrota 27. maí 2015, og hafði þá verið starfrækt í ellefu ár.

Fyrstu tvö árin hét félagið Gildurás ehf. Árið 2007 sótti félagið um byggingarleyfi frá sveitarfélaginu Árborg til að rífa húsin að Austurvegi 53-55 á Selfossi.

Leyfisbeiðnirnar voru samþykktar með þremur atkvæðum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu þá atkvæði á móti og lýstu yfir andúð sinni við tækifærið. Þá gagnrýndu fulltrúar flokksins framkomu meirihlutastjórnar sveitarfélagsins við íbúa Austurvegar, þar eð hár húsveggur hafi verið settur sunnan megin við íbúðarbyggðina sem byrgði sól inn í hverfið.

Hestafl ehf. kom við sögu í héraðsdómi og hæstarétti árin 2012 og 2013 vegna deilna um greiðsluábyrgðir Landsbankans gagnvart Hestafli ehf. Þá hafði aðdragandi málsins verið sá að Fossafl ehf., sem var að fullu í eigu Hestafls ehf., hafi átt fasteignir við fyrrnefndan Austurveg og gert samning við Árborg um nýtingu og leigu húsnæðis á svæðinu undir þjónustumiðstöð fyrir aldraða.

ATHUGASEMD:

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að félagið hefði tengst hrossarækt á Vestri-Leirárgörðum. Það er rangt. Starfsemi félagsins var á sviði byggingar á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og eigendur þess voru Guðbrandur Stígur Ágústsson og Hrólfur Ölvisson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.