Tuttugu og tveir sóttust eftir stöðu sveitarstjóra Ásahrepps í Rangárvallasýslu en um er að ræða 70% starf. Þetta telst merkilegt í ljósi þess að einungis 194 búa í bæjarfélaginu.

Á meðal umsækjanda var Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður er á meðal umsækjenda.

Egill Sigurðsson oddviti segir fleiri umsóknir hafa borist en venjulega, 22 sóttu um stöðuna og svo dró einn umsókn sína tilbaka í gærkvöldi. „Þannig að það eru 21 virk umsókn núna inna. Við erum að fara í gegnum umsóknirnar núna, en þetta er nýliðinn umsóknafrestur og allt er komið í hús og umsóknirnar hafa verið teknar til skoðunar. Við væntum þess að geta ráðið í stöðuna sem fyrst," segir Egill. En hann á von á að ráðið verði í stöðuna eftir um það bil tvær vikur.

Hér má sjá lista yfir umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps:

Aðalsteinn J. Halldórsson Sérfræðingur. Fossvöllum 2 Húsavík.

Ágúst Bjarni Garðarson stundarkennar, Vesturholti 7 Hafnarfirði.

Birgir Skaptason Bóndi og umboðsmaður sjóvá. Ásmúla  Ásahrepp.

Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. Ráðherra og alþingismaður Skarði.

Björn Arnarson Sölumaður  og fl. Syðri- Hömrum Ásahreppi.

Björn Sigurður Lárusson Hótelstjóri. Vallarási 4 Reykjavík.

Edvard Roed Sjálfstætt starfandi. Kjarrhólmi 18 Kópavogi.

Einar Örn Stefánsson Sérfræðingur. Garðastræti 43 Reykjavík.

Guðlaug Ósk Svansdóttir Framkvæmdastjóri. Glámu Fljótshlíð.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson Framkvæmdastjóri.  Reykjavík.

Gunnar Marteinsson Þjónustustjóri. Hólmatúni 3 Álftanesi.

Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir Skólastjóri Goðatúni 7 Garðabæ.

Jón Baldvinsson Sérfræðingur/ráðgjafi. Furuvöllum Mosfellsbæ.

Jón þór Helgason Viðskiptafræðingur. Burknavöllum 8 Hafnarfirði.

Magnús Gísli Sveinsson Sundlaugavörður. Stekkholti 32 Selfossi.

Ólöf Guðmundsdóttir Viðskiptafræðingur. Bakkastöðum 73 Reykjavík.

Sigurður Sigurðarson Sjálfstætt starfandi. Suðurhlið 38 Reykjavík.

Vigfús Andrésson Kennari Berjanesi A – Eyjafjöllum.

Þórey Anna Matthíasdóttir Viðburðastjórnandi Hringbraut 11 Hafnarfirði.

Örn Þórðarson fyrrv. Sveitarstjóri og kennari. Stigahlíð 83 Reykjavík.