Bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts sýna að vöruinnflutningur í desember nam tæpum 19 milljörðum króna, án skipa og flugvéla. Að raungildi er þetta tæplega fjórðungi meiri innflutningur en í desember í fyrra. Ef þriggja mánaða meðaltal er borið saman milli ára er aukningin 22%.

Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemurfram að heildar vöruinnflutningur fyrstu ellefu mánuði ársins nam um 219 milljörðum króna og ef skip og flugvélar eru ekki meðtalin, 212 milljörðum króna. Ef bráðabirgðatala desembermánaðar er lögð við má ætla að innflutningur ársins 2004 hafi numið 231 milljarði króna, án skipa og flugvéla.

Meðalinnflutningur á mánuði, raunvirtur, nam skv. þessum tölum um 20 milljörðum króna en var árið 2003 um 17 milljarðar króna. Raunaukning milli ára er því 18%.

Í síðustu spá ráðuneytisins sem birt var 1. október sl. var gert ráð fyrir að
heildarinnflutningur ársins yrði tæpar 234 milljarðar króna og eru skip og
flugvélar þar meðtalin. Það er því ljóst að innflutningur varð eitthvað meiri en á móti vegur að útflutningur virðist einnig nokkru meiri er ráð var fyrir gert. Ráðuneytið er nú að vinna að nýrri þjóðhagsspá sem birt verður í lok
mánaðarins.