Kínverski auðjöfurinn Yang Huiyan hagnaðist ríkulega þegar bréf í fjölskyldufyrirtækinu hækkuðu í byrjun árs. Hlutur hennar er nú metinn á 25,6 milljarða dala og hækkaði um 2,1 milljarð í virði á fyrstu fjórum viðskiptadögum ársins en það samsvarar um 220 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið er rekið undir nafninu Country Garden og er stærsti verktaki í Kína.

Huiyan sem er 36 ára gömul er ríkasta kona Kína og fimmta ríkasta manneskja landsins samkvæmt lista Bloomberg yfir milljarðamæringa. Auðævin koma frá föður hennar sem var einn stofnenda Country Garden árið 1992 en hann færði eignarhlut sinn yfir á dóttur sína árið 2007 að eigin sögn til þess að undirbúa hana til þess að taka við rekstri þess.

Fyrirtækði hefur gengið í gegnum mikla uppgangstíma einkum vegna mikillar uppsveiflu á fasteignamarkaðnum þarlendis.