Í tengslum við birtingu á ársuppgjöri, hefur 365 hf ákveðið að senda viðbótarupplýsingar um 4. ársfjórðung 2006 til Kauphallarinnar til að mæta ábendingum sem fram hafa komið. Þar kemur fram að tap fjórðungsins var 2.246 milljónir króna

Sala í ársfjórðungnum er 3.180 milljónir króna. og EBITDA í ársfjórðungnum nemur 1.362 milljónum króna. EBITDA af reglulegri starfsemi fjölmiðla og afþreyingar og án áhrifa móðurfélags nemur 67 milljónum króna. Nettó fjármagnstekjur eru 13 milljónir króna en þar af er jákvæður gengismunur og vaxtatekjur vegna skammtímakröfu að upphæð 215 milljónir króna.

Neikvæð EBITDA áhrif móðurfélags nema 182 milljónum króna í 4 ársfjórðungi, fyrst og fremst er um að ræða kostnað við breytingar á eignarhlut í Daybreak Holding. Afskriftir í ársfjórðungnum nema 238 milljónum króna.