Eftir að lög um aðstoðarmenn þingmanna voru tekin í gildi á þessu kjörtímabili hafa 23 þingmenn ráðið sér aðstoðarmann.

Af þeim 23 þingmönnun eru Sjálfstæðismenn með flesta aðstoðarmann eða sjö talsins. Sjálfstæðismenn hafa alls 25 þingmenn á Alþingi og því hefur 28% þingflokksins ráðið sér aðstoðarmann.

Þá eru sjö þingmenn Framsóknarflokksins með sex aðstoðarmann. Þar eru allir þingmenn með aðstoðarmann nema Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokksins. Þannig hefur 85% þingflokksins ráðið sér aðstoðarmann.

Af 18 þingmönnum Samfylkingarinnar hafa fjórir þeirra ráðið sér aðstoðarmanna, eða um 22% þingflokksins.

Af níu þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) hafa fjórir þeirra ráðið sér aðstoðarmann, eða um 44% þingflokksins.

Af fjórum þingmönnun Frjálslynda flokksins hafa tveir þeirra ráðið sér aðstoðarmann, eða um 50% þingflokksins.

Eftirfarandi þingmenn hafa ráðið sér aðstoðarmann:

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ; Arnbjörg Sveinsdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal og Sturla Böðvarsson.

Þingmenn Framsóknarflokksins ; Birkir J. Jónsson, Bjarni Harðarson, Guðni Ágústsson, Höskuldur Þórhallsson, Magnús Stefánsson og Valgerður Sverrisdóttir.

Þingmenn Samfylkingarinnar ; Einar Már Sigurðarson, Guðbjartur Hannesson, Karl V. Matthíasson og Lúðvík Bergvinsson.

Þingmenn VG ; Atli Gíslason, Jón Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman.

Þingmenn Frjálslynda flokksins ; Grétar Mar Jónsson og Guðjón A. Kristjánsson